Valmynd
Heimahreysti - myndbandakeppni á Instagram


Við erum mjög virk á Instagram - en eins og þið munið gátu allir keppendur og áhorfendur
tekið þátt í skemmtilegum leik meðan á keppni stóð með því að senda inn ljósmynd og merkja
hana með #skolahreysti. Besta myndin í hverri keppni fær veglegan vinning frá Landsbankanum.

Einnig verður brugðið á leik í samtarfi við Landsbankann og RÚV í tengslum við sjónvarpsþættina
á föstudagskvöldum í apríl. Við hvetjum keppendur og áhorfendur heima í stofu til að spreyta sig
á hreystiþraut að eigin vali heima hjá sér, taka upp myndband og deila því á Instagram og merkja
með #skolahreysti. Þetta köllum við einfaldlega Heimahreysti.
Bestu myndböndin verða birt í Skólahreystiþáttunum á RÚV og fá glaðning frá Landsbankanum.
Kveðja,
Skólahreysti og LandsbankinnÞrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook