Valmynd
Heiðarskóli sigraði Skólahreysti


Heiðarskóli sigurvegari Skólahreysti

Heiðarskóli úr Reykjanesbæ bar sigur úr býtum í Skólahreysti árið 2014 eftir æsispennandi úrslitakeppni í Laugardalshöll í gærkvöldi. Stemningin var engu lík í Höllinni en keppnin var einnig sýnd í beinni útsendingu á RÚV.

Tólf bestu skólar mættust í úrslitum og hefur keppnin sjaldan verið eins jöfn og hörð og ljóst er að mikil áhersla hefur verið lögð á æfingar í skólunum.

Heiðarskóli sigraði með 56 stig  en Holtaskóli úr Reykjanesbæ tryggði sér annað sætið með góðum endaspretti  og náði sér í 51 stig.   Seljaskóli varð í þriðja sæti í sinni fyrstu úrslitakeppni með 49,5 stig.   Heiðarskóli endurheimti titilinn sem skólinn vann árið 2009 en Holtaskóli vann keppnina síðustu þrjú ár.

Aðrir sem tóku þátt í úrslitum voru Fellaskóli í Fellabæ, Grundaskóli, Grunnskólinn á Þingeyri, Hvolsskóli, Lágafellsskóli, Síðuskóli, Valhúsaskóli, Vallaskóli og Varmahlíðarskóli.

Sigurliðið

Liðið í Heiðarskóla  skipa þau :

Elma Rósný Arnardóttir  tók 50  armbeygjur og hékk 03.12 mín í hreystigreip 

Andri Már Ingvarsson tók 56 upphífingar og 48 dýfur

Katla Rún Garðarsdóttir og Arnór Elí Guðjónsson fóru hraðaþrautina á 2.22,90 mín

Vegleg verðlaun

Landsbankinn veitti nemendafélögum þriggja efstu skólanna vegleg peningaverðlaun. Keppendur sigurliðsins fengu einnig vegleg verðlaun.

Þið getið skoðað öll úrslit og árangra á Skolahreysti.is undir "úrslit móta"  en einnig á Facebooksíðu okkar undir "úrslit móta"  

Hér að neðan er slóðin til að horfa á þáttinn á Rúv :

http://www.ruv.is/sarpurinn/skolahreysti/16052014-0




Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook