Valmynd
Heiðarskóli sigraði 4.riðil
 Algjört aðsóknarmet áhorfenda og stuðningsmanna var sett í Smáranum síðast liðinn fimmtudag þegar fjórði riðill fór fram í Skólahreysti.  1500 manns mættu til að styðja sinn skóla og horfa á fjórtán lið spreyta sig í skólahreystiþrautum.  Jónsi fór auðvitað á kostum í að spjalla við  keppendur og skemmta áhorfendum.  Það er ekki möguleiki að segja að eitt hvatningarlið hafi verið öðru fremra því þau toppuðu hvert annað aftur og aftur.  

Það var lið Heiðarskóla frá Reykjanesbæ sem bar sigur úr býtum í þessum sterka riðli þar sem tvö skólahreystimet voru sett og eitt jafnað. Heiðarskóli náði sér í 67,5 stig.   Í öðru sæti varð lið Áslandsskóla með 63 stig og í þriðja sæti endaði lið Öldutúnsskóla með 60,5 stig.

Krakkarnir úr Heiðarskóla eru á myndinni með ostakörfurnar góðu frá MS og heita þau : Ingvar Steinþórsson, Soffía Klemensdóttir, Hulda Sif Gunnarsdóttir og Eyþór Ingi Einarsson.     Til hamingju Heiðarskóli !  Gaman að fá lið frá Suðurnesjum í úrslit.
 
Fyrsta sæti í hverri grein og árangrar :
 
Upphífingar : Öldutúnsskóli/Karl Emil Karlsson - 55 stk /  skólahreystimet
 
 Armbeygjur : Heiðarskóli/Hulda Sif Gunnarsdóttir - 65 stk / jöfnun á skólahreystimeti.
 
Dýfur : Myllubakkaskóli/Eyþór Ingi Júlíusson - 36 stk
 
Hreystigreip : Heiðarskóli/Hulda Sif Gunnarsdóttir  og Gr.Grindavíkur/Sara Hrund Helgad. / 03:17 mín
 
Hraðaþraut : Lækjarskóli/Berglind Ernudóttir og Gunnar V.Hermannsson -  02:29 mín.
 
Nánari upplýsingar er að finna undir " úrslit móta "
 
Nú eru eftirtaldir fjórir skólar komnir í úrslit :  Foldaskóli, Hagaskóli, Lindaskóli og Heiðarskóli.  
 
Munið að horfa á þáttinn af þessum riðli annað kvöld, þriðjudagskvöld á Skjá einum kl.20:00 og sjá öll nýju skólahreystimetin.
 
 
 
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook