Valmynd
Skólahreysti 2015
Mosfellsbær 24. nóvember 2014

Sæl og blessuð öllsömul og kærar þakkir fyrir síðasta Skólahreystiár. 

Nú er undirbúningur hafinn fyrir Skólahreysti 2015. Við erum þessa dagana að bóka og staðfesta íþróttahús. Við sendum ykkur drög að dagskrá Skólahreysti á allra næstu dögum.

Keppnistímabilið verður á svipuðum tíma og undanfarin ár, byrjum í kringum 26. febrúar en úrslitin verða fyrr á ferðinni en á síðasta ári eða miðvikudaginn 15. apríl í Laugardalshöll.  

Við biðjum ykkur vinsamlegast að senda staðfestingu um þátttöku á netfangið okkar skolahreysti@skolahreysti.is í síðasta lagi miðvikudaginn 10. desember 2014. Við minnum á að nafnaskráningar keppenda eru svo í síðasta lagi tveimur vikum fyrir mót í skráningarformi inni á vef okkar:  www.skolahreysti.is     

Landsbankinn áfram bakhjarl

Landsbankinn verður áfram aðalbakhjarl Skólahreysti. Þau slógust í för með okkur á síðasta ári og erum við þeim óendanlega þakklát fyrir frábært framlag þeirra til verkefnisins. Bankinn kom inn með nýja og ferska vinda í anda unga fólksins. Má þar nefna Instagram-leikinn góða sem sló rækilega í gegn.  

Þættir frá keppnunum verða sýndir á RÚV á miðvikudagskvöldum í mars á fjölskylduvænum tímum kl. 19.30. Við erum stolt af því að kynna eina nýjung en RÚV ætlar að búa til sérstakar óklipptar netútgáfur af þáttunum, þar sem tryggt er að allir keppendur, fjölskyldur þeirra  og vinir, geta séð sitt fólk keppa.

Óbreytt þátttökugjald

Við munum  innheimta  sama þátttökugjald fyrir hvern skóla eins og í fyrra, og er upphæðin 38.000 kr.  Við höfðum þann háttinn á í fyrra að skólarnir völdu á hvort fjárhagsárið þeir vildu stíla reikninginn og það gerum við einnig í ár. Vinsamlegast tilgreinið hvort reikningsárið þið veljið um leið og þið staðfestið þátttöku ykkar með pósti á netfangið  skolahreysti@skolahreysti.is

Kær kveðja í bili,
Lára og Andrés


Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook