Valmynd
Skólahreysti 2015 byrjar 4.mars í Garðabæ




Næsta miðvikudag 4.mars kl.16.00 í Mýrinni í Garðabæ  munu skólar af Suðurlandi hefja fyrsta riðil í Skólahreysti 2015.    


Fyrirkomulag keppnanna er eins og verið hefur undanfarin ár. 

Landsbankinn er okkar aðal samstarfsaðili. 

Rúv tekur upp alla riðlana tíu  og sýnir frá þeim fimm  þætti og  verður svo  bein útsending frá úrslitum 22.apríl úr Laugardalshöll.   Haukur Harðarson íþróttafréttamaður og Íris Mist fimleikadrottning verða umsjónamenn þáttanna.   Jón Jósep Snæbjörnsson fylgir okkur enn eitt árið af tryggð og gleði sem kynnir hússins.    

Keppnislið  mætir  einni klst áður en þeirra mót hefst. Fara til ritara og fá boli og litaskipt vesti.  Bolina mega krakkarnir eiga en vestum skal skila til mótshaldara eftir keppni.   Biðjum keppendur um að  keppa í svörtum buxum.  

Keppendur þurfa að koma með sína næringu og vatn.  Það verður opin veitingasala fyrir stuðningsmenn og áhorfendur.     Minnum keppendur á að passa vel upp á eignir sínar, ekki skilja nein verðmætt eftir þar sem hægt er að ganga í þau.      Við höfum nú þegar sent þessar  upplýsingar til íþróttakennara allra skóla, nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá þeim.  

Landsbankinn bryddaði upp á skemmtilegum Instagramleik í fyrra og við ætlum að halda áfram með hann.   Teknar eru myndir á Instragram og sendar inn á #skolahreysti.  Myndirnar verða látnar rúlla á skjá í íþróttahúsinu.      Þar velur dómnefnd Landsbankans flottustu myndina úr hverjum riðli og fær vinningshafi verðlaunapakka frá þeim.      

Sú nýjung verður í ár að við ætlum að velja "STUÐNINGSMANN RIÐILSINS" .    Sá stuðningsmaður sem leggur sig mest og best  fram fær þann heiður að hljóta þennan titil og komast í viðtal í þættinum.   Svo nú er ekkert annað en að gefa í stuðningsmannavinnuna í skólunum.     

Munið að skoða reglurnar vel og vandlega inni á heimsíðu okkar skolahreysti.is - þar undir reglur.   

Riðlar skólanna og litir :  


1.riðill - Suðurland 4.mars  kl.16.00 - 17.40 í Mýrinni í Garðabæ 

Turkeys Bláskógaskóli 
Fjólublár Flúðaskóli
Ljósblár Gr. Hveragerði
Bleikur Gr. í Þorlákshöfn
Appels.g Gr.Eyrarb.& Stokkseyrar 
Rauður Hvolsskóla
Gulur Kirkjubæjarskóli
Blár Sunnulækjarskóli
Vínrauður Vallaskóli
Ljósgrænn Víkurskóli Vík

2.riðill - Breiðh,Grafarv.Grafarh,Árbær,Norðlingah - 4.mars kl.19.00 - 20.45  í Mýrinni í Garðabæ


Appels.gul Árbæjarskóli 
Bleikur Breiðholtsskóli
Rauður Foldaskóli
Ljósblár Hólabrekkuskóli
Silfurgr Ingunnarskóli 
Dökk bleikur Kelduskóli
Turkeys Norðlingaskóli
Gulur Rimaskól
Blár Seljaskóli  
Fjólublár Sæmundarskóli
Ljósgrænn Vættaskóli
 Svartur Ölduselsskóli

3/4 riðill - Vesturland/Vestfirðir - 5.mars kl.13.00 - 14.50 í Mýrinni í Garðabæ

  Vestfirðir 
Turkeys Gr. Vesturbyggðar
Rauður Gr. á Ísafirði
  Vesturland
Appels.g Auðarskóli
Ljósblár Brekkubæjarskóli
Rauður Gr. Borgarfjarðar
Blár Gr. Grundarfjarðar
Dökk bleikur Gr. Hólmavík
Bleikur Gr. Húnaþings vestra
Grænn Gr. í Borgarnesi
Ljósgrænn Gr. Í Stykkishólmi
Gulur Grundaskóli
 Svartur Heiðarskóli
Fjólublár Gr.Snæfellsbæjar 

5.riðill - Vesturbær/Austurbær/Seltjarnarnes - 5.mars kl.16.00 - 17.45 í Mýrinni í Garðabæ 

Vesturbær/Austurbær/Seltjarnarnes
  Riðill 5
Ljósgrænn Hagaskóli
Gulur Háaleitisskóli 
Ljósblár Háteigsskóli
Rauður Langholtsskóli
Fjólublár Laugalækjarskóli
Dökk bl Réttarholtsskóli
Turkeys Valhúsaskóli 
Appels.g Vogaskóli  
Blár Hlíðaskóli 

6.riðill Kópavogur,Garðabær,Mosfellsbær og Kjalarnes 5.mars kl.19.00 - 20.50 í Mýrinni í Garðabæ 

Gulur Álfhólsskóli 
Grænn Hörðuvallaskóli
Appels.gulur Kársnesskóli
Ljósgrænn Klébergsskóli
Svartur Lágafellsskóli
Turkeys Lindaskóli
Fjólublár Salaskóli
Blár Sjálandsskól
Silfurgrár  Snælandsskóli
Dökk bleikur Sæmundarskóli
Rauður Varmárskóli
Ljósblár Vatnsendaskóli




Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook