Valmynd
Breiðholtsskóli kominn í úrslitÍ gær 4.mars hófst fyrsta keppni af tíu í Skólahreysti 2015 

Til leiks voru mættir tólf skólar úr Breiðholti,Árbæ,Grafarvogi,Grafarholti og Norðlingaholti. 
Keppnin fór fram í Mýrinni í Garðabæ fyrir fullu húsi af stuðningsmönnum skólanna
sem létu ekki sitt eftir liggja að styðja sinn skóla af lífi og sál. 

Keppnin var einstaklega  hörð í ár og árangrar góðir.  

Skólarnir sem kepptu voru :     Hólabrekkuskóli,Norðlingaskóli,Ingunnarskóli,Árbæjarskóli,Rimaskóli,
Ölduselsskóli,Vættaskóli,Kelduskóli,Sæmundarskóli,Foldaskóli,Seljaskóli og Breiðholtsskóli.

Upphífingar sigraði Sveinn Brynjar Agnarsson úr Breiðholtsskóla og tók hann 32 stk.
Hann sigraði einnig dýfurnar og tók 39 stk. 

 Armbeygjur tók flestar Rakel Ragnheiður Jónsdóttir úr Seljaskóla, tók hún   48 stk.

 Í hreystigreip hékk lengst Jóna Guðrún Hermannsdóttir úr Ölduselsskóla  og náði  hún  4;19 mínútur.  

Hraðaþrautina sigruðu þau Hrafnhildur Tinna Sörensdóttir og Ásgeir Andri Helenuson úr Foldaskóla og
flugu í gegnum brautina á 2;14 mínútum 

Eftir eitilharða baráttu var það lið Breiðholtsskóla sem sigraði keppnina með 60.5 stigum. 
Í öðru sæti og aðeins hálfu stigi á eftir þeim  kom lið Foldaskóla með 60 stig.  
Kelduskóli varð svo í þriðja sæti með 57.5 stig.   

Ekki er útséð hvort Foldaskóli kemst einnig í úrslit þar sem tvö uppbótarlið fá einnig þátttökurétt.   
Það eru þau lið sem enda í öðru sæti í riðlunum og eru með bestan árangur.   
Árangur Foldaskóla var góður og þurfa þau því  að bíða þar til allir riðlar eru búnir og sjá hvort þau komast inn. 
Tíundi og seinasti riðill fer fram á Egilsstöðum 26.mars. 

Keppendur  í liði Breiðholtsskóla heita : Díana Sif Gunnlaugsdóttir,Eyrún Inga Sigurðardóttir,Viktor Rafn Valdimarsson og Sveinn Brynjar Agnarsson og hafa þau nú  unnið sér inn þátttökurétt í úrslitakeppni Skólarheysti 2015   sem verður 22.apríl í beinni útsendingu á Rúv  úr Laugardalshöll.

Rúv tekur upp alla tíu riðla keppninnar og sýndir verða fimm þættir frá þeim.   Þættirnir verða sýndir á miðvikudögum kl.20.00 og verður fyrsti þáttur sýndur 18.mars 

Suðurlandsriðillinn átti að fara fram í gær einnig en við urðum að fresta honum vegna veðurs og mun koma frétt á næstu dögum um hvenær hann verður.   

Í dag fara fram þrír riðlar í Mýrinni í Garðabæ. Kl. 13.00  Vestfirðir/Vesturland,  kl. 16.00 Austurbær/Vesturbær/Seltjarnarnes  og  kl.19.00  Kópavogur/Mosf.bær/Kjalarnes/Garðabær

.....................


Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook