Valmynd
Skólarhreysti 5.mars úrslit





Það var líf og fjör í íþróttahúsinu í Mýrinni Garðabæ í gær þar sem fram fóru fjórir riðlar í Skólahreysti.    Íþróttahúsið var fullt af litríkum stuðningsmönnum sem létu ekki sitt eftir liggja og studdu skóla sína af lífi og sál. Keppnirnar voru teknar  upp og verða  sýndar  á RÚV á miðvikudagskvöldum í mars og apríl. 

Skólahreysti er nú haldin í ellefta sinn í ár með þátttöku 110 grunnskóla af öllu landinu. Landsbankinn er sem fyrr aðalbakhjarl Skólahreysti og mun fylgja keppninni um allt land. 

Í fyrsta riðli voru það skólar af Vestfjörðum sem tókust á.  Þar tókust á þrír sterkir skólar og var það Gr.á Ísafirði sem sigraði með 17,5 stig. Gr.Vesturbyggðar varð í öðru sæti með 9,5 stig og Gr.á Hólmavík með 9 stig.   Í sigurliði Gr.á Ísafirði eru þau Einar Torfi Jóhannsson,Guðný Birna Sigurðardóttir,Katrín Ósk Einarsdóttir og Gunnar Þór Valdimarsson. 


Í öðrum riðli gærdagsins voru það skólar af Vesturlandi sem öttu kappi.  Til leiks mættu Brekkubæjarskóli,Grundaskóli,Gr.Borgarfjarðar,Gr.Grundafjarðar,Gr.í Borgarnesi,Auðarskóli,Heiðarskóli,Gr.Húnaþings vestra,Gr.Snæfellsbæjar og Gr.í Stykkishólmi.  

Það var lið Brekkubæjarskóla á Akranesi sem sigraði riðilinn með 52 stig. Í öðru sæti varð Gr.Grundarfjarðar með 40,5 stig og í þriðja sæti varð Gr.í Borgarnesi með 35 stig.  Keppendur í liði Brekkubæjarskóla eru :   Svavar Örn Sigurðsson,Birta Margrét Björgvinsdóttir,Írena Rut Elmarsdóttir og Anton Elí Ingason. 

Í þriðja riðli kepptu  skólar úr  Vesturbæ,Austurbæ Seltjarnarnesi.  Það voru Valhúsaskóli,Réttarholtsskóli,Hlíðaskóli,Hagaskóli,Laugalækjarskóli,Háaleitisskóli,Austurbæjarskóli,Langholtsskóli,Landakotsskóli,Háteigsskóli og Vogaskóli.  

Það var lið Valhúsaskóla sem sigraði þennan riðil með 56 stig. Í  öðru sæti varð Réttarholtsskóli með 52 stig og í þriðja sæti varð Hagaskóli með 47,5 stig.  

Í fjórða og seinasta riðli dagsins voru skólar úr Kópavogi,Garðabæ,Mosfellsbæ og Kjalarnesi.   Þetta voru Varmárskóli,Lágafellsskóli,Klébergsskóli,Sjálandsskóli,Vatnsendaskóli,Kársnesskóli,Álfhólsskóli,Snælandsskóli,Lindaskóli og Salaskóli.  

Lið Lindaskóla sigraði riðilinn með 53 stig, í öðru sæti varð Álfhólsskóli með 44,5 stig og í þriðja varð Salaskóli með 41 stig. 

Lið Lindaskóla skipa þau Arnór Másson,Þórdís Alla Gauksdóttir,Atli Þórður Jónsson og María Ómarsdóttir.  

Þeir  fjórir skólar sem enduðu í fyrsta sæti riðlanna eru nú  búnir að vinna sér inn þátttökurétt í úrslitakeppni sem fram fer 22.apríl í Laugardalshöll í beinni útsendingu frá Rúv.  

Skólarnir fjórir sem enduðu í öðru sæti  eiga ennþá möguleika að komast í úrslit sem eitt af tveimur stigahæstu liðum í örðu sæti  sem ekki komast sjálfkrafa áfram sem sigurvegarar.

Landsbankinn veitti liðum í þremur efstu sætum undanriðla vegleg verðlaun. Þá stóð bankinn einnig fyrir Instagram-myndakeppni á hverjum viðburði en áhorfendur geta sent inn myndir merktar #skolahreysti og bestu myndirnar eru verðlaunaðar á hverjum stað.

Nánari upplýsingar veita:

Lára Berglind Helgadóttir, stofnandi Skólahreysti – 663 1113
skolahreysti@skolahreysti.is 


Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook