Valmynd
akureyri

 

Mosfellsbær  12.mars 2015 

Það var líf og fjör í Íþróttahöllinni á Akureyri  í gær þar sem fram fóru tveir  riðlar í Skólahreysti.    Íþróttahúsið var stútfullt af litríkum stuðningsmönnum sem létu ekki sitt eftir liggja og studdu skóla sína af lífi og sál. Keppnirnar voru teknar  upp og verða  sýndar  á RÚV 11.apríl. 

Skólahreysti er nú haldin í ellefta sinn í ár með þátttöku 110 grunnskóla af öllu landinu. Landsbankinn er sem fyrr aðalbakhjarl Skólahreysti og mun fylgja keppninni um allt land. 

Í fyrri riðli voru það skólar af Norðurlandi sem kepptu sín á milli.       Þar tókust á átta skólar : Gr.Fjallabyggðar,Árskóli,Gr.á Þórshöfn,Húnavallaskóli,Dalvíkurskóli,Þelamerkurskóli,Varmahlíðarskóli og Gr.austan vatna.  

Það var Dalvíkurskóli sem hampaði sigri með 36,5 stig.  Í öðru sæti varð Árskóli með 33,5 stig og í þríðja sæti var það lið Varmahlíðarskóla sem náði sér í 30 stig.  Í liði Dalvíkurskóla eru þau Viktor Hugi Júlíusson,Mjöll Sigurdís Magnúsdóttir,Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir og Arnór Snær Guðmundsson.  

Í öðrum riðli gærdagsins voru það skólar frá Akureyri og Eyjafirði  sem öttu kappi.  Til leiks mættu : Oddeyrarskóli,Hrafnagilsskóli,Glerárskóli,Síðuskóli,Giljaskóli,Lundarskóli,Brekkuskóli og Naustaskóli.  

Það var lið Síðuskóla   sem sigraði riðilinn með 38 stig og þess má geta að þeir eru nú að sigra sinn riðil í þriðja skipti í röð.   Í öðru sæti varð  lið Hrafnagilsskóla með  31,5 s stig og í þriðja sæti var það lið  Brekkuskóla sem náði sér í   30  stig.  Keppendur í liði Síðuskóla eru þau Elmar Blær Hlynsson,Ágústa Dröfn Pétursdóttir,Hrund Hilma Birgisdóttir og Snævar Atli Halldórsson.  

Þessir tveir  skólar sem enduðu í fyrsta sæti riðlanna eru nú   búnir að vinna sér inn þátttökurétt í úrslitakeppni sem fram fer 22.apríl í Laugardalshöll í beinni útsendingu frá Rúv.  

Skólarnir tveir  sem endðu í öðru sæti  eiga ennþá möguleika að komast í úrslit sem eitt af tveimur stigahæstu liðum í öðru sæti  sem ekki komast sjálfkrafa áfram sem sigurvegarar.

Landsbankinn veitti liðum í þremur efstu sætum undanriðla vegleg verðlaun. Þá stóð bankinn einnig fyrir Instagram-myndakeppni á hverjum viðburði en áhorfendur geta sent inn myndir merktar #skolahreysti og bestu myndirnar eru verðlaunaðar á hverjum stað.

Nánari upplýsingar veita:

Andrés Guðmundusson gsm 663-1111
skolahreysti@skolahreysti.is Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook