Valmynd
Hvolsskóli sigraði Suðurlandsriðilinn
 Fimmti riðill í Skólahreysti fór fram í gær í Íþróttahúsinu Sólvöllum á Selfossi í gær.

Stuðningsmannalið landsbyggðarinnar eru engir eftirbátar stuðningsmannaliða af Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þeir troðfylltu íþróttahúsið og töldu um 800 manns. Liðin höfðu lagt mikla vinnu í spjöld og snillingar mættu með trommur og úr varð mögnuð stemning. Enda engin furða þar sem keppnisliðin voru þrælsterk og flott.

Níu skólar komu og kepptu. Flúðaskóli, Hvolsskóli, Vallaskóli, Gr.Hveragerðis,Gr.Vestmanneyja,Gr.á Hellu, Gr.Bláskógabyggðar og Barnaskóli Eyrarbakka og Stokkseyrar.

Gr.Vestmannaeyja, Gr.Hellu Vallaskóli og Hvolsskóli skiptu toppsætunum  á milli sín í greinunum. Það var ekki hægt að sjá hvaða lið myndi sigra keppnina fyrr en í síðustu grein, hraðaþraut. Þar náði lið Hvolsskóla frábærum tíma og sigraði á tímanum 2;34 mín.  og tryggði sér þar með fyrsta sætið og þátttökurétt í úrslitum í Laugardalshöll 17.apríl.
Vallaskóli varð í öðru sæti með 40 stig. Gr.Vestmannaeyja varð í þriðja sæti með 35 stig og Gr.Hellu endaði í fjórða sæti með 33 stig.

Við sjáum lið Hvolsskóla á myndinni hér að ofan og heita þau frá vinstri : Aníta Þ.Tryggvadóttir, Bryndís Sigríksdóttir, Jón Þórðarson og Hjalti Kristinsson.   Spurning hvort laxinn úr Rangánum sé að styrkja þau líkamlega og Njálustraumar byggi þau upp andlega. Til hamingju Hvolsskóli !

Bryndís frá Hvolsskóla sigraði armbeygjur og tók hún 37 stk. Hún sigraði einnig hreystigreip á öðrum besta tíma frá upphafi eða 04;50mín. Það verður spennandi að sjá hvað hún gerir í Laugardalshöllinni. Kannski nær hún að slá Skólahreystimetið sem er 05;29 mín.
Aníta og Hjalti frá Hvolsskóla sigruðu hraðaþrautina glæsilega eins og áður sagði á 02:34 mín.

Upphífingar sigraði Reynir Óskarsson Gr.Hellu og tók hann 39 stk.

Dýfur sigraði Brynjólfur Ingvarsson úr Vallaskóli. Hann tók 30 dýfur.

Öll nánari úrslit er að finna undir “ úrslit móta “

Það er gaman að sjá hve liðin eru augljóslega að bæta sig á milli ára. Stuðningsmannaliðin eru hverju öðru flottara og ómetanlegt fyrir keppendur skólanna að fá svona kraftmikinn og flottan stuðning.  Stuðningsmannalið Gr.Hellu var samt fremst meðal jafningja.  Gleðin og kætin skein svo augljóslega frá þeim og lýsti allt upp, jafnvel  þegar  rafmagnið fór af um tíma.  

Jónsi er auðvitað gjörsamlega að slá í gegn á mótunum. Í gær fór hann í hraðaþrautina og stóð sig mjög vel. Komst samt ekki upp kaðalinn. Þar sést hvað keppendur í Skólahreysti eru í frábæru formi. Það er ekki auðvelt að fara í gegnum hraðaþrautina. Öll liðin á Selfossi fóru hraðaþrautina á frábærum tíma og hentust upp kaðalinn eins og að drekka vatn. Það er greinilegt  að  unglingar á Suðurlandi stunda mikla hreyfingu og íþróttakennarar þar eru öflugir.   

Jónsi fór einnig í armbeygjukeppni við Guðna Halldórsson framleiðslustjóra hjá Saga film. Alveg ljóst að starfsmenn Skólahreystimótanna eru öflugir og í flottu formi. Guðni tók 40 armbeygjur og Jónsi tók 50. Það hlaupa ekki allir til og gera svona margar armbeyjur. Prófið bara sjálf heima. Setjið lappirnar upp á sófaarminn og hendur á gólf og sjáið hvað þið takið margar !

Nú eru eftirtaldir fimm skólar komnir í úrslit : Foldaskóli, Hagaskóli, Lindaskóli, Heiðarskóli og Hvolsskóli.

Þátturinn frá Selfossi verður sýndur á Skjá einum næsta þriðjudagskvöld 19.febrúar kl.20:00. Ekki missa af honum !

Næsta Skólahreystikeppni verður á Egilsstöðum 21.febrúar kl.16:00 í Íþróttahúsinu Tjarnarbraut. Þar munu ellefu skólar takast á.

Skólahreystifólki hlakkar mikið til að fara á Egilsstaði,  þar skín sólin mikið og þar eru alltaf allir í góðu skapi :) 


Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook