Valmynd
Holtaskóli sigurvegari í úrslitum Skólahreysti 201
Fjórði sigur Holtaskóla í Skólahreysti á fimm árum

Holtaskóli úr Reykjanesbæ er sigurvegari Skólahreysti  árið 2015 eftir magnaða úrslitakeppni í Laugardalshöll miðvikudaginn 22. apríl. Þetta er fjórði sigur Holtaskóla í Skólahreysti á síðustu fimm árum en skólar af Suðurnesjum hafa nú unnið sex keppnir í röð. Keppnin var æsispennandi fram á síðustu mínútu og nokkur Íslandsmet voru í mikilli hættu í úrslitakeppninni.

Réttarholtsskóli tryggði sér annað sætið með glæsilegum árangri og Lindaskóli varð í þriðja sæti. Tólf skólar af öllu landinu unnu sér keppnisrétt í úrslitum en yfir 100 skólar hófu keppni í ár. Stemningin var engu lík í Höllinni en keppnin var sýnd í beinni útsendingu á RÚV. 
Siðurlið Holtaskóla skipuðu þau Hafþór Logi Bjarnason sem tók upphífingar og dýfur, Katla Björk Ketilsdótir sem tók armbeygjur og hreystigreip og Eggert Gunnarsson og Þóranna Kika Hodge-Carr sem sem kepptu í hraðaþraut
Íslandsmet í hættu

Nokkur Íslandsmet voru í töluverðri hættu í úrslitunum á miðvikudag. Finnur Helgason úr Réttarholtsskóla var ekki fjarri því að slá met í upphífingum og liðsfélagi hans, Katarína Eik Sigurjónsdóttir, hékk í hálfa níundu mínútu í Hreystigreip sem er frábær árangur. Loks munaði aðeins einni sekúndu að þau Kamilla Sól Viktorsdóttir og Arnór Breki Atlason settu nýtt met í hraðaþraut en þau fóru brautina á 1,06 mín.

Aðrir skólar sem tóku þátt í úrslitum voru Breiðholtsskóli, Brekkubæjarskóli á Akranesi, Dalvíkurskóli, Fellaskóli í Fellabæ, Grunnskólinn á Ísafirði, Grunnskólinn í Hveragerði, Heiðarskóli í Reykjanesbæ, Síðuskóli á Akureyri og Valhúsaskóli af Seltjarnarnesi.
Vegleg verðlaun

Landsbankinn er stoltur bakhjarl Skólahreysti og óskar öllum keppendum, stuðningsfólki þeirra og íþróttakennurum innilega til hamingju með frábæran árangur í vetur. Bankinn veitti nemendafélögum þriggja efstu skólanna vegleg peningaverðlaun. Keppendur sigurliðsins fengu einnig vegleg verðlaun.

Keppendur og stuðningshópur Holtaskóla fagna sigrinum ákaft.



























Réttarholtsskóli nældi sér í annað sætið með góðum árangri.


































Lindaskóli stóð sig gríðarlega vel og varð í þriðja sæti.


































Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook