Valmynd
Skólahreysti 2016 - Undirbúningur
Undirbúningur á Skólahreysti 2016 er kominn á fullt.   Undankeppnirnar verða allar í mars eins og verið hefur  og úrslitakeppnin um miðjan apríl.  

Keppnishald verður með sama fyrirkomulagi og verið hefur.   

Nákvæmar dagsetningar munu koma á næstu dögum.    

Við erum að fara að senda netpóst   með öllum upplýsingum varðandi keppnirnar.     Þetta bréf mun berast til íþróttakennara og skólastjóra á næstu dögum.   

Þar biðjum við skóla um að staðfesta þátttöku á netfangið okkar Skolahreysti@skolahreysti.is .  

Eins og þið vitið þá höfum við litaskipt skólum og ef þið hafið sérstakar óskir um liti þá megið þið endilega senda okkur óskina með staðfestingu um þátttöku. 

 Nafnaskráning á keppendum þarf ekki  að koma fyrr en tveimur vikum fyrir mót og fer hún fram í gegnum heimasíðu okkar Skolahreysti.is.    

  Við viljum minna á að inni á heimasíðu okkar er að finna REGLUR sem svo nauðsynlegt er fyrir krakkana að fara vel yfir.  

Ný og öflug heimasíða er að fæðast og verður komin upp í  byrjun nýs árs.  

Vonum að undirbúningur gangi vel hjá ykkur öllum og krökkunum hlakki til að takast á við Skólahreysti 2016 Kær kveðja, 

Andrés gsm 663-1111 og Lára 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook