Valmynd
Egilsstaðir 6.riðill - mæting
 Sjötti riðill í Skólahreysti 2008 verður á Egilsstöðum næst komandi fimmtudag 21.febrúar.  Keppnin verður í Íþróttahúsinu Tjarnarbraut og hefst kl.16:00.   Mótið tekur eina klukkustund og fjörutíu mínútur og er því að klárast  kl. 17:40.
 
Fjölgun er á skólum að austan  í Skólahreysti frá því í fyrra.  Nú keppa tólf skólar þar í stað níu og eru þeir eftirtaldir :   Brúarásskóli, Fellaskóli, Grunnskólinn á Eskifirði, Grunnskólinn á Stöðvarfirði, Grunnskóli Breiðdalshrepps, Grunnskólinn á Egilsstöðum og Eiðum, Grunnskólinn á Fáskrúðsfirði, Grunnskóli Hornafjarðar, Hallormsstaðaskóli, Nesskóli, Seyðisfjarðarskóli og Vopnafjarðarskóli.
 
Þrautirnar og brautin verður tilbúin kl.13:00.  Þá geta keppendur komið og kíkt á svæðið og æft sig ef þeir vilja. 
 
Klukkan 15:00 skulu keppendur innrita sig hjá Láru ritara, staðfesta keppendanöfn.  Fá boli sem keppendur mega svo eiga og keppnisvesti.  Vestum  þarf að skila að móti loknu til Krissa,   stráksins sem sér um keppendur á meðan mótið stendur yfir.  Hann var líka með okkur í fyrra.   Frábært ef keppendur mæta í svörtum buxum.   Og eitt nýtt : varamenn fá líka boli. 
 
Fjörmjólk og skyrdrykkir eru í boði MS  fyrir keppendur svo engin þarf að vera þyrstur eða svangur. 
 
Allir keppendur fá medalíur að móti lokni og svitaband.  Þrjú efstu liðin fá einnig ostakörfur.  Ef keppanda tekst að slá skólahreystimet í eh grein þá fær sá hinn sami  sérstaka skólahreystimedalíu og íþróttatösku frá MS sem í er húfa og handklæði. 
 
Jónsi verður í súperstuði eins og vanalega og sér hann um sjónvarpsþáttinn.  Ívar Guðmundsson útvarpskappi er kynnir á gólfi.  Andrés og Pétur Guðmundssynir eru yfirdómarar.  Við erum með DJ sem heitir Fúsi og ljósmyndara sem heitir Brjánn Baldursson.  Svo er allt Saga film fólkið.  Framleiðslustjórinn hann Guðni sem tók allar armbeygjurnar á Selfossi og allir myndatöku og hljóðmennirnir hans. Tölvusnillingarnir Atli og Hlynur frá Xodus sjá um að stigaútreikningur sé réttur.  Strákarnir sem setja upp keppnissvæðið heita  Krissi, Hilmar,Pálmi,Adam, Smári, Pétur og Andrés.  Lísbet sér um að allir sjái hvað skóli er að keppa í hvert sinn.  Linda sér um tímatöku.   Lára er ritari.  Sem sagt, skólahreystifólk er allt í allt um 20 manns.  Okkur hlakkar öllum til að koma til Egilsstaða.  Þar var yndislegt að koma í fyrra og eflaust ekki síðra núna.  Alla vegana er veðurspáin góð :) 
 
Svo er bara að fjölmenna í áhorfendapalla - styðja sinn skóla og vera í stuði.      Allir velkomnir - frítt inn. 
 
Ef eh spurningar vakna endilega sendið mail á skolahreysti@skolahreysti.is  eða hringið :  lara gsm 663-1112 eða andrés gsm 663-1111 
 
 
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook