Valmynd
Akureyri - Mæting 7 og 8 riðll
 Nú er komið að Skólahreysti á Akureyri.  Þar verða tveir riðlar.  Mótin eru í dag fimmtudaginn 28.febrúar og fara fram í Íþróttahöllinni Skólastíg. 

Fyrri riðill er fyrir skóla í dreifbýli og byrjar  hann kl.15:00.  Viljum hafa dreifbýli fyrr um daginn svo skólar hafi betri tíma til að komast heim.  Sumir koma langt að. 

Seinni riðill er fyrir skóla á Akureyri og næsta nágrenni, hefst hann kl.18:00.  

 
Æfingasvæðið verður tilbúið kl.13:00.  Þá geta þeir sem vilja og tækifæri hafa til, komið og æft sig.  
 
Í fyrri riðli eru eftirtaldir skólar : Árskóli, Dalvíkurskóli, Gr.Blönduóss, Gr.Hofsóss, Gr.Ólafsfjarðar, Gr.Siglufjarðar, Grenivíkurskóli, Húnavallaskóli, Höfðaskóli, Reykjahlíðarskóli og Varmahlíðarskóli.    Mæting í innritun til Láru ritara er kl.14:00.  Þá fá keppendur boli sem þeir mega svo eiga.  Einnig fá þeir litaskipt keppnisvesti sem þeir þurfa  að skila eftir mót  til Krissa, stráksins sem sér um keppendur á meðan mótið stendur yfir.   Mótið byrjar kl.15:00  Gerum ráð fyrir að mótið taki eina klukkustund og þrátíu og fimm mínútur og er það því að klárast um kl.16:35. 
 
Í seinni riðli eru eftirtaldir skólar : Brekkuskóli, Giljaskóli, Hrafnagilsskóli, Lundarskóli, Oddeyrarskóli, Síðuskóli, Þelamerkurskóli og Glerárskóli.   Mæting í innritun er kl.17:00.  Eins og í fyrri riðli þá fá keppendur boli og keppnisvesti.  Bolina mega þau eiga en Krissi fær hjá krökkunum vestin eftir mót.  Keppnin hefst kl.18:00  Mótið tekur eina og hálfa klukkustund og er því að klárast kl.19:30. 
 
Keppendur fá fjörmjólk og skyrdrykki  frá MS svo engin verður svangur eða þyrstur. 
 
 Nýjung  hjá okkur núna að varamenn fá einnig keppnisboli. 
 
Allir keppendur fá medalíu og armband.   Þrjú efstu liðin fá einnig ostakörfur frá MS.   Ef skólahreystimet fellur þá fær hinn knái afreksmaður sérstaka skólahreystimetsmedalíu og íþróttatösku frá MS með handklæði og húfu í.  
 
Efstu liðin  úr báðum riðlum komast í 10 liða úrslit í Laugardalshöll 17.apríl.    Spennandi að sjá hvaða lið ná í úrslit !  Í fyrra voru það lið Brekkuskóla og Gr.Siglufjarðar sem fóru í skólahreystiferð til Reykjavíkur.  Svo þau hafa titil að verja. 
 
Þau lið sem komin eru í úrslit nú þegar eru : Foldaskóli, Hagaskóli, Lindaskóli, Heiðarskóli/Reykjanesbær, Hvolsskóli og Gr.Fáskrúðsfjarðar. 
 
Jónsi verður að sjálfsögðu með okkur.   Hann lætur sig ekki vanta á Akureyri, hans heimabær.   Ívar Guðmundsson mætir hress og kátur.  DJ Fúsi spilar góða tónlist allt mótið og keyrir upp stuðið.  Guðni Halldórsson  frá Saga film mætir með sitt lið og býr  til flotta þætti sem sýndir eru á Skjá einum.    Andrés Guðmundsson og Pétur Guðmundsson eru yfirdómarar.
 
Svo er bara að koma  og styðja vel sinn skóla !    Allir velkomnir  -  frítt inn.    
 
Skólahreystifólki hlakkar mikið til að koma  til Akureyrar og sjá alla hraustu og flottu krakkana á Norðurlandi. 
 
 
 
 
 
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook