Valmynd
Giljaskóli sigraði 8.riðil
Það var kraftmikið lið Giljaskóla sem sigraði 8. riðil í Skólahreysti 2008 á Akureyri.  
 
Við sjáum mynd af þeim hér til hliðar og heita þau  frá vinstri : Gunnar D. Sigurðsson, Karen Hrönn Vatnsdal, Alexandra Guðlaugsdóttir og Viktor Samúelsson. 
 
Keppnin var haldin í Íþróttahöllinni Skólastíg og áhorfendur og stuðninsmannalið skólanna troðfylltu höllina. 
 
Stemningin var ólýsanlega flott og ekki nokkur leið að velja flottasta stuðningsmannaliðið því þau voru hver öðru flottara með töff  skiltum, trommum og fjöri. 
 
Árangrar liðanna eru í mikilli bætingu á milli ára.  Má því til stuðnings benda á armbeygjurnar.  Stúlkan sem varð í sjötta sæti tók 36 stk og sú sem endaði í fyrsta sæti tók 58 stk.  Þetta eru góðir árangrar og hafa aldrei áður náðst svo margir góðir árangrar á einu móti.
 
Lið Giljaskóla sýndi mikla hreysti og keppnishörku.  Þau náðu að halda forystu alla keppnina.  Gunnar D.Sigurðsson sigraði bæði upphífingar og dýfur.  Hann tók 42 upphífingar og 34 dýfur.   Karen H.Vatnsdal vann armbeygjur og tók hún 58 stk og var aðeins 7 stk frá íslandsmeti sem er 65 stk.  Það verður spennandi að sjá hvort hún nær að slá íslandsmetið í úrslitum í Laugardalshöllinni.    Alexandra Guðlaugsdóttir og Viktor Samúelsson náðu fjórða sæti í hraðaþraut og það dugði þeim til sigurs og náðu þau sér í 31 stig í heildina.
 
Lið Þelamerkurskóla náði öðru sæti með 29 stig.  Þórdís Björk Gísladóttir sigraði hreystigreip og hékk hún í 03:38 mín.  Steinunn Erla Davíðsdóttir og Björgvin Helgason sigruðu hraðaþraut á tímanum 02:53 mín.  Frábær árangur hjá Þelamörk skemmtilegt hvað þau hafa bætt sig mikið frá því í fyrra. 
 
Síðuskóli varð í þriðja sæti með 25,5 stig. 
 
Nánari úrslit og árangra er að finna inn á síðunni undir " úrslit móta "
 
Nú er ljóst að eftirtaldir skólar eru komnir í úrslit og munu keppa í Laugardalshöllinni 17.apríl í beinni útsendingu á Skjá einum :  Foldaskóli, Hagaskóli, Heiðarskóli, Lindaskóli, Hvolsskóli, Gr.Fáskrúðsfjarðar, Gr.Siglufjarðar og Giljaskóli.
 
Þáttur frá 8.riðli verður sýndur næst komandi þriðjudagskvöld 11.mars á Skjá einum kl.20:00
 
Ekki missa af honum !
 
 Einnig mjög flott atriði þegar Andrés og Jónsi náðu í "konu" út í áhorfendasal til að keppa á móti íþróttakennara í hraðaþrautinni.  Þessi "kona" ætlaði fyrst ekki að koma og Jónsi og Andrés þekktu hana ekki neitt.  Héldu bara að þetta væri ósköp venjuleg ung kona  sem væri kannski ekki í neitt sérstöku formi ! þeir voru meira að segja komnir með smá móral að vera að draga hana út í þetta því hún vildi ekki koma í fyrstu.    En.... svo kom annað í ljós.  Þessi "kona" var engin önnur en fremsta skíðakona landsins.  Á óteljandi íslandsmeistaratitla.  Hefur sex sinnum verið kosin skíðakona ársins.  Þrisvar sinnum íþróttamaður Akureyrar.  Hefur marg oft farið á heimsmeistaramót í skíðaíþróttum og ólympíuleika.  TAKK FYRIR.  Þetta var Dagný Linda Kristjánsdóttir og fylgist með í þættinum hvernig hún gjörsamlega rúllaði hraðaþrautinni upp.  Það eru ekki margir sem hafa tekið hana á þeim tíma sem hún gerði.  Í SPARIFÖTUNUM !
 
Spennandi sjónvarpskvöld fram undan næsta þriðjudagskvöld á Skjá einum.
 
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook