Valmynd
Akranes á fimmtudaginn
 Nú er komið að níunda riðli í Skólahreysti 2008.  Fer hann fram á Akranesi næst komandi fimmtudag 27. mars. Keppnin verður í Íþróttahúsinu Vesturgötu og hefst mótið kl.16:00. 
 
Eftirtaldir níu skólar keppa : Brekkubæjarskóli, Gr.í Borgarnesi, Gr.Snæfellsbæjar, Gr.Húnaþings vestra, Gr.í Búðardal, Gr.í Stykkishólmi, Grundaskóli, Heiðarskóli í
Leirársveit og Varmalandsskóli.
 
Mótið tekur eina og hálfa klukkustund og er því að klárast um kl.17:30.
 
Þrautirnar og brautin verður tilbúin kl.14:00.  Þá geta keppendur komið og kíkt á svæðið og æft sig ef þeir vilja og hafa aðstæður til. 
 
Klukkan 15:00 skulu keppendur innrita sig hjá Láru ritara og  staðfesta keppendanöfn.  Fá boli sem keppendur mega svo eiga.  Þeir fá einnig litaskipt keppnisvesti sem þarf að skila til Krissa eftir mót.  Krissi sér um keppendur á meðan mót stendur yfir.  Það er flott ef keppendur mæta í svörtum buxum en ekki skylda.   Varamenn fá einnig boli. 
 
Fjörmjólk og skyrdrykkir eru í boði frá MS fyrir keppendur og íþróttakennara svo enginn þarf að vera svangur eða þyrstur. 
 
Allir keppendur fá medalíur að móti loknu og svitaband.  Þrjú efstu sætin fá einnig ostakörfur.  Ef keppanda tekst að slá skólahreystimet í eh grein þá fær sá hinn sami sérstaka skólahreystimedalíu og íþróttatösku frá MS sem í er húfa og handklæði. 
 
Jónsi mætir í sínu einstæða skólahreystistuði ! Engum líkur að ná upp stemningu og fjöri hjá stuðningsmönnum og áhorfendum. 
 
Ívar Guðmundsson, hrausti og hressi útvarpsmaðurinn er kynnir á gólfi.  DJ Fúsi mætir með frábæra tónlist. 
 
Svo er bara að fjölmenna á áhorfendapalla - allir velkomnir og frítt inn ! 
 
Sjáumst kát og hress á Akranesi á fimmtudag !
 
 
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook