Valmynd
Ísafjörður á fimmtudag

Nú liggur leiðin á Ísafjörð.  Tíundi og síðasti riðill í Skólahreysti 2008 verður næst komandi fimmtudag 03.apríl í Íþróttahúsinu Torfnesi og hefst hann kl.13:00.   

Sex  lið keppa á Ísafirði og eru það :   Gr.Bolungarvíkur,  Gr.Tálknafjarðar og Gr.á Ísafirði.  Hver skóli mætir með tvö lið.  Það gerum við sökum þess hve fáir skólar skrá sig til leiks á Vestfjörðum.  Við vonum að úr því verði bætt 2009 :) 

Æfingasvæðið verður tilbúið kl.11:00 og þá geta keppendur komið og kíkt á brautina og æft sig ef þeir hafa tök á.

Innskráning er hjá Láru ritara kl.12:00.  Þá staðfesta  keppendur nöfn sín og fá afhenta boli sem þeir mega svo eiga.  Einnig fá þeir litaskipt vesti sem þeir skila til Krissa eftir mót.  Krissi er strákurinn sem sér um keppendur á meðan mót stendur yfir.    

Varamenn fá einnig boli.  Gott ef keppendur  mæta í svörtum buxum en er þó ekki skylda.  


MS býður keppendum og íþróttakennurum upp á skyrdrykki og fjörmjólk.  

Allir keppendur fá medalíu og armband.  Ef skólahreystimet er slegið þá fær hinn knái keppandi skólahreystimedalíu,  íþróttatösku frá MS sem í er húfa og handklæði.  

Gerum ráð fyrir að mótið sé að klárast um kl.14:30.  

Nú er bara að fjölmenna í Torfnesið og hvetja þessa frábæru skóla sem eru að fara að keppa.   HVAÐA SKÓLI KEMST Í ÚRSLIT Í LAUGARDALSHÖLL 17.APRÍL ? 

Jónsi stemningstryllir verður að sjálfsögðu með okkur og í þvílíku stuði.   Hann var búinn að skora á Andrés í hraðaþrautina og það er eins gott að þeir standi við stóru orðin !   

Ívar Guðmundsson hrausti útvarpskappinn kemur og sér um kynningu á gólfi.  DJ Fúsi er alltaf með frábæra tónlist.  

Frítt inn og allir velkomnir. 

Við hlökkum mikið til að koma á Ísafjörð. 

Sjáumst hress,  Skólahreystifólkið 




Þrautirnar
Úrslit móta
Ridill 3 2024 - 7.4.2024
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook