Valmynd
Grunnskóli Ísafjarðar sigraði 10.riðil

Í
þróttahúsið Torfnes  var troðfullt af kröftugum stuðningsmönnum og áhorfendum sem voru að fylgjast með tíunda og síðast riðli í Skólahreysti 2008.   Veðrið var aðeins að stríða okkur þennan dag.  Seinni hluti skólahreystihópsins flaug samdægurs til Ísafjarðar og varð töluverð seinkunn á flugi.   Móttökurnar sem við fengum og þá sérstaklega Jónsi voru frábærar þegar við loksins mættum í Íþróttahúsið.  Takk fyrir það og takk fyrir biðina og umburðarlyndið.    

Jónsi klikkaði heldur ekki á neinu.  Hélt uppi skemmtilegum skólahreystianda allt mótið ásamt Ívari Guðmundssyni.  

Þar sem aðeins þrír skólar skráðu sig til leiks af Vestfjörðum þá komu tvö lið frá hverjum skóla.  Það myndaði skemmtilegan anda milli keppenda og fjörugt og flott mót.  Þetta voru Gr. Ísafjarðar, Gr.Bolungarvíkur og Gr.Þingeyrar.  

Gr.Ísafjarðar lið A og B voru sterkust í heildina og enduðu í tveimur efstu sætunum.    Sverrir Guðmundur Harðarson úr Gr.Ísafjarðar A sigraði bæði upphífingar og dýfur.  Hann tók 21 upphífingu og 20 dýfur.  Hans lið stóð að lokum uppi sem sigurvegari og eru þau því komin með keppnisrétt í úrslitum í Laugardalshöll 17.apríl.    Það er mynd af þeim hér með ostakörfurnar góðu frá MS og heita þau frá vinstri :  Sverrir Guðmundur Harðarson, Elín Jónsdóttir, Hildur María Halldórsdóttir og Brynjar Örn Þorbjörnsson.   Til hamingu  !   
 
Dominica Galka úr Gr.Bolungarvíkur B stóð sig vel í armbeygjum og tók 29 stk.  Klara Birgisdóttir úr Gr.Bolungarvíkur A sigraði hreystigreip og hékk í 03:18 mínútur.  

Gr.Þingeyrar A fór á ótrúlegum hraða í gegnum hraðaþraut og sigraði hana glæsilega.  Það voru þau Fríða Dögg Ragnarsdóttir og Guðbjartur Konráðsson sem fóru þrautina á 02:37 mínútur.    Með því að sigra hraðaþrautina náði Gr.Þingeyrar að komast í þriðja sæti í heildarstigum og komast á verðlaunapall.    Öll nánari úrslit er að finna undir "úrslit móta " 

Nú er ljóst hvaða tíu skólar komast í úrslit í Laugardalshöll 17.apríl :  Foldaskóli, Hagaskóli, Lindaskóli, Heiðarskóli/Reykjanesbæ, Hvolsskóli, Gr.Fáskrúðsfjarðar, Gr.Siglufjarðar, Giljaskóli, Grundaskóli/Akranes og svo Grunnskóli Ísafjarðar.  

Nú verður hrikalega spennandi að sjá þegar tíu bestu skólarheystiliðin mætast í Höllinni hvað gerist.  Falla skólahreystimet ?   

Nú er bara að mæta í Laugardalshöll 17.apríl.  Mótið hefst kl.20:00 og er í beinni útsendingu á Skjá einum.  

Við munum senda öllum skólum sem komnir eru í úrslit póst strax eftir helgi með upplýsingum varðandi lokamótið.  

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook