Valmynd
Skólahreysti-námskeið

 



























 

 Í júlí stendur Icefitness fyrir skólahreystinámskeiðum í Egilshöll.  Námskeiðiðin eru  fyrir stráka og stelpur á aldrinum 10 til 14 ára / 4. til 7.bekkur.   Skólahreystivöllurinn verður uppsettur á gervigrasinu.   Þarna gefst krökkum tækifæri sem ekki eru orðin nógu gömul til að keppa í Skólahreysti að spreyta sig.    Þetta eru fjölbreytt og skemmtileg námskeið þar sem farið er vel í alla þætti skólahreysti.  Einnig verður fræðsla um heilbrigt líferni og mikilvægi hollrar og góðrar fæðu.   Í lok hvers námskeiðs fá krakkarnir skólahreystibol og viðurkenningarskjal og  boðið er  upp á heilsuhlaðborð.

Aldur :

Árg. 1997 - 1998   kl. 10:00 – 12:00 

Árg. 1995 - 1996  kl. 13:00 – 15:00

Dagsetningar :

07. júlí – 11.júlí

14. júlí – 18. júlí

Skráning og verð

Skráning er hafin.  Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á skolahreysti@skolahreysti.is.  Sendið  inn  nafn og kt barns.  Þá er send til baka staðfesting á þátttöku  og upplýsingar varðandi greiðslu.  Greiðsla fer fram við skráningu og kostar námskeiðið 12.500 kr.    Ef næg þátttaka fæst þá verður námskeiðum fjölgað. 

Stjórnandi námskeiðs er : Kristinn Freyr Guðmundsson  IAK einkaþjálfari

Upplýsingar gefur Lára í gsm 663-1112

 Vertu með í skólahreystiliðinu


Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook