Valmynd
Skólahreysti 2009

 

Icefitness ehf – Skólahreysti                                                                Mosfellsbær 27. október 2008.                                                            

 

 

Kæru stjórnendur  og íþróttakennarar

 

Komið þið sæl,

 

Viljum byrja á því að þakka gott samstarf í Skólahreysti 2008.   Það er ómetanlegt þegar stjórnendur skólanna og íþróttakennarar taka eins vel á móti okkur með þetta verkefni  og raun ber vitni.   Vonumst við einnig til að skólarnir í heild sinni njóti þess og  tilgangur verkefnisins skili sér til sem flestra.    Ekki aðeins þeirra árganga sem hafa keppnisrétt heldur einnig árganga sem bíða eftir að fá að keppa.   Skólahreysti snýst þó ekki einungis um að keppa heldur að vekja áhuga sem flestra á hreyfingu og heilbrigðu líferni.  Skólahreystival er mikilvægur þáttur hvað það varðar.  

 

Nú fer að styttast í Skólahreysti 2009 .            Eitthundrað  og sex skólar tóku þátt 2008 af 134 skólum á landinu með níunda og tíunda bekk.  Vonumst eftir að  enn fleiri skólar komi til okkar í Skólahreysti 2009.

 

Það sem okkur finnst svo aðdáunarvert ár eftir ár er  það  hve nemendur,  hvort sem það eru keppendur eða fullur salur af nemendum/stuðningsmönnum,   allir sýna sínar  bestu hliðar.  Unglingarnir sem eru að keppa  eru eins og hugur manns.  Leggja sig hundrað prósent fram, eru kurteisir og til hreinnar fyrirmyndar.  Áhorfendur  sýna keppendum eindreginn stuðning.     Þetta er það sem Skólahreysti snýst  um.  Heilsusamleg hreyfing og heilbrigð og jákvæð hugsun og það er nákvæmlega það sem þessir hraustu, duglegu og flottu unglingar gera þegar þeir koma til að keppa í Skólahreysti. 

 

Vonir okkar um fjölgun stuðningsmanna úr skólunum fór fram úr öllum vonum í fyrra.  Á öllum keppnum  um allt land voru íþróttahúsin troðfull.  Það  mættu 12.500 áhorfendur samtals í  íþróttahúsin yfir tímabilið.  Við höfðum hugsað okkur að verðlauna öflugustu stuðningsmannaliðin frá skólunum en það var ekki vinnandi vegur þar sem öll liðin  voru  svo fjölmenn og öflug. Þau voru mörg hver í bolum með keppnislit viðkomandi skóla,  spjöld, trommur og allskonar lukkudýr fóru fyrir liðunum.    Við vonumst   eftir því að skólarnir sjái sér fært að senda  nemendur/stuðningsmannalið áfram á keppnirnar.   Þáttur þeirra er orðinn stór í þáttagerð og verður ekki minni í ár.  Okkar stefna er sú að  börnin séu í aðal hlutverki, hvort sem um keppendur eða stuðningsmenn er að ræða.  Allir fái að njóta sín.   

 

Það er  nýjung að RÚV verður  samstarfsaðili okkar.  Þættirnir verða sýndir á RÚV.  Þar sem RÚV er sjónvarp allra landsmanna þá gerir það börnin og verkefnið en sýnilegra.    Rás 2 verður einnig útvarp mótsins.  Þættir innan RÚV munu gera Skólahreysti skil. 

 

 12 skólar  komast í úrslit  í stað 10 sem einnig er nýjung.    Sama fyrirkomulag er á þessum tíu sem komast í úrslit. Þau lið sem komast  inn aukalega fara inn á árangri.  Við árangurstengjum stigatöfluna.   Þar sem beina útsendingin frá úrslitum í Skólahreysti 2008 gekk svo hratt og vel þá sjáum við okkur fært að taka inn tvö lið í viðbót í úrslit.   

 

En ein nýjungin er Lífstílssamningur.  Við fengum fyrirspurnir síðast liðinn vetur varðandi vímuefnanotkun eitthverja krakka í Skólahreysti og þá sérstaklega þeirra nemenda sem komust í skólahreystilið viðkomandi skóla.    Við útbjuggum því lífstílssamning sem íþróttakennurum/stjórnendum skólanna er heimilt að nota ef þurfa þykir.  Það er þeim í sjálfsvald sett.   Við vonumst eftir því að þeir eigi eftir að koma sér vel og séu jákvæð þróun   á heilbrigðum lífstíl krakkanna.    Við látum einn samning  fylgja hér með og þá er hægt að ljósrita hann.  Einnig er hægt að nálgast hann á Skolahreysti.is

 

Mjólkursamsalan verður áfram okkar aðal styrktar og samstarfsaðili. Jafnframt eru það Menntamálaráðuneyti, Sveitafélög, Toyota og Menntasvið Reykjavíkurborgar. 

Erum við þakklát fyrir það.  

 

En  þar sem  fjárhagslegir erfiðleikar hafa dunið á   þjóðfélaginu þá hefur fjárframlag til verkefnisins lækkað og  verðum við því  að draga saman seglin frá því sem  verið hefur.   Til þess að geta haldið Skólahreysti 2009 þurfum við að fækka  keppnisstöðum og keppnisdögum og minnka þannig heildarkostnað verkefnisins.    Við vorum búin að skipuleggja mótið með sama sniði og í fyrra.  Ætluðum að sjálfsögðu að  koma á alla staði eins og tvö undanfarin ár.    Svo breyttust allar forsendur eftir hrun þjóðfélagsins og eftir samningaviðræður við alla aðila er að þessu koma eru þetta loka niðurstöður á mótadagskrá  hér að neðan.   Eins og áður segir er MS  okkar aðal samstarfsaðila og erum við þeim  afar  þakklát að hafa ekki bakkað út úr samstarfinu.   Um leið og birtir til í efnahag þjóðarinnar eru allir á einu máli um það að taka upp fyrra  fyrirkomulag og fara í alla landshluta eins og verið hefur hingað til. 

  

Uppfærð  mótadagskrá  Skólahreysti  2009


12.febrúar – 3 riðlar                                                           

Kópavogur – Íþróttahúsið Smáranum

kl. 13:00 Vesturland/Vestfirðir

kl. 16:00 Kópavogur/Garðabær/Álftanes/Mosfellsbær/Kjalarnes

kl. 19:00 Hafnafjörður/Reykjanes                                                 

 

 

5.mars – 3 riðlar                                                           

Reykjavík – Íþróttahúsið Austurbergi

kl. 13:00 Suðurland

kl. 16:00 Breiðholt/Grafarvogur/Grafarholt/Árbær

kl. 19:00 Vesturbær/Austurbær/Seltjarnarnes

 

 

12.mars – 2 riðlar                                                               

Akureyri – Íþróttahöllin Skólastíg

kl. 15:00 Norðurland

kl. 18:00 Akureyri                                                 

 

 

19.mars – 1 riðill                                                           

Egilsstaðir – Íþróttahúsið Tjarnarbraut

kl. 15:00 Austurland                                 

 

 

Úrslit

30. apríl kl. 20:00 - 12 skólar                                               

Reykjavík – Laugardalshöll                                                            

Bein útsending - 2 klst


 

Síðasti dagur skráningar um þáttöku viðkomandi skóla er tíundi desember.  Skal þá senda rafpóst á skolahreysti@skolahreysti.is  og skrá þar nafn skóla, nafn íþróttakennara, netpóst og gsm íþróttakennara. 

 

Nafnaskráning nemendanna er tveimur vikum fyrir mót.  Þá er fyllt út “ skráningarform  á skolahreysti.is .    Þið megið að sjálfsögðu skila nöfnum inn fyrr en ekki seinna en tveimur vikum fyrir mót.  Vonumst til að  sem flestir noti skráningarformið á síðunni við nafnaskráningu því það auðveldar svo  úrvinnslu.   

 

Skipan liðs

Keppnin er liðakeppni á milli skóla. Hver skóli sendir eitt keppnislið. Hvert lið er

skipað tveimur strákum og tveimur stelpum úr 9. og/eða 10. bekk. Skrá þarf liðið fyrir

10. desember á skolahreysti.is. Nafnaskráning liðs er tveimur vikum fyrir mótsdag.

Keppnisgreinar og keppnisfyrirkomulag

1) Upphífingar/strákar            

2) Armbeygjur/stelpur           

3) Dýfur/strákar              

Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Annar strákurinn spreytir sig á upp-

hífingum og dýfum og hinn tekur hraðaþraut. Eins er með stelpurnar, önnur tekur

armbeygjur og hreystigreip og hin hraðaþraut. Tveir skólar keppa samtímis í þrautum nema hreystigreip en þar takast á fimm til átta skólar í einu. Í hraðaþraut fer stelpan fyrst af stað og

þegar hún lýkur hringnum inni í bíl má strákurinn fara af stað. Samanlagður tími þeirra gildir.

Stigagjöf  

Fyrir fyrsta sæti í upphífingum, armbeygjum, dýfum og hreystigreip eru gefin 20 stig,

annað sæti gefur 19 stig, þriðja sæti gefur 18 stig og svo koll af kolli. Fyrsta sæti fyrir hraðaþraut gefur 40 stig, annað sæti 38 stig, þriðja sæti 36 stig og svo framvegis.

Sigurvegari er sá skóli sem hlýtur flest stig.

Verðlaun

Allir keppendur fá þátttökupening. Skólaliðin sem lenda í verðlaunasætum

fá peningaverðlaun sem renna til nemendafélags viðkomandi skóla:

1. sæti 200.000 krónur, 2. sæti 100.000 krónur og 3. sæti 50.000 krónur.

Sigurliðið fær eignarbikar og vegleg verðlaun.

Skólahreysti leggur til keppnisboli og vesti fyrir skólaliðin.

Hver keppni er ein og hálf klukkustund að lengd.

Hvorki skólar né keppnislið þurfa að greiða fyrir þátttöku í Skólahreysti.

Enginn aðgangseyrir fyrir áhorfendur, allir velkomnir.

 

Allar nánari upplýsingar er að finna á www.skolahreysti.is

Sendið fyrirspurnir á skolahreysti@skolahreysti.is

 

Við munum senda ykkur bækling á næstu vikum og svo plakköt í byrjun janúar 

 

Hlökkum til að heyra frá ykkur og sjá í vetur. 

Bestu kveðjur,

 

Andrés Guðmundsson og Lára Berglind Helgadóttir


Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook