Valmynd
Skólar skrá sig í Skólahreysti 2009

Góð skráning er í Skólahreysti 2009.   

Í Skólahreysti 2008  kepptu 106 skólar og stefnir í hátt í 115 skóla á næsta tímabili.  

Höfum fengið fréttir af góðum undirbúningi í skólum.   Um fjörutíu skólar eru komnir með skólahreystival inn í stundatöflu. 

Forkeppnir innan skólanna hafa staðið yfir undanfarið og er mikill hugur í krökkunum.  

Skráningarfrestur skólanna er til 10.desember.  Einungis þarf að senda mail á skolahreysti@skolahreysti.is og skrá skólann til þátttöku.  Nafnaskráning keppenda þarf  ekki að koma fyrr en tveimur vikum fyrir mót. 

Alvörustuðningsmaður á myndinni hér að ofan.. myndin segir allt !  Ef maður er nógu einbeittur og gefst ekki upp þá náum við markmiðunum ! hver sem þau eru.   Helsta markmiðið og stærsti sigurinn  er að vera með !  Allt annað er bónus ! 

Hlökkum mikið til að sjá ykkur öll í  skólahreystistuði.  

bestu kveðjur, Andrés og Lára 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook