Valmynd
Skólahreysti á Skjá einum
Skólahreysti heldur áfram á Skjá einum.

Næstu tvö þriðjudagskvöld munum við sjá upprifjun frá öllum riðlum.

Í kvöld sjáum við upprifjun frá  fyrstu fimm riðlunum. 
Þar voru eftirtaldir skólar sigurvegarar : Breiðholtsskóli, Hagaskóli, Lindaskóli, Áslandsskóli og Flúðaskóli. 
 
Þriðjudaginn 17.apríl  verður sýndur þáttur frá seinni fimm riðlunum þar  sem þessir skólar sigruðu : Heppuskóli á Höfn, Grunnskóli Siglufjarðar, Brekkuskóli á Akureyri, Grunnskóli Bolungarvíkur og Grundaskóli á Akranesi.

Svo er  komið að úrslitum í beinni útsendingu frá Laugardalshöll 26.apríl kl. 20:00 

Endilega kíkið á skemmtilega upprifjunarþætti og hitið ykkur vel upp fyrir úrslitin sem verða ekkert smá spennandi og skemmtileg :) 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook