Valmynd
Skólahreysti byrjar á fimmtudaginn 12.febrúar




 


























       Skólahreysti byrjar á fimmtudaginn 12. febrúar 
                               -   allt að fara í gang  
 
 
Fyrstu þrír riðlarnir í Skólahreysti 2009  verða næst komandi fimmtudag 12.febrúar í Íþróttahúsinu Smáranum.
 
Fyrsti riðill hefst kl.13:00  - Það eru skólar af Vesturlandi og Vestfjörðum.  Mæting í Smárann kl.12:00.  Þar sem
þetta er fyrsti riðillinn þá er ykkur alveg óhætt að mæta kl.11:00 ef þið viljið. 
 
Annar riðill byrjar kl. 16:00 - Það eru skólar frá Kópavogi, Mosfellsbæ/Garðabæ/Álftanesi/Grafarholti  og Kjalarnesi.  
 
Mæting hjá þeim er kl.15:00 
 
Þriðji riðill er kl. 19:00 -  Það eru skólar frá Hafnarfirði og Reykjanesbæ.  Mæting hjá þriðja riðli er kl.18:00 
 
Þegar skólar mæta geta krakkarnir  æft sig á keppnisvellinum og skoðað aðstæður.
 
Húsið er opið fyrir áhorfendum klukkutíma fyrir keppni.  
 
RÚV frumsýnir svo þættina á laugardögum kl.18:00.  Endursýning á þriðjudögum kl.18:00 og einnig 
á sunnudögum.   

Eftir helgina setjum við  enn nánari upplýsingar - fylgist með síðunni næstu daga. 
 
Þeir sem eiga eftir að skila inn nöfnum á keppendum, endilega að gera það sem fyrst. 

Ekki hika við að  hafa  samband við okkur ef  upp koma spurningar.   

 
Hlökkum mikið til að sjá ykkur öll í Smáranum á fimmtudaginn. 
 
Bestu kveðjur, Lára gsm 663-1112 og Andrés gsm 663-1111
 
 
 
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook