Valmynd
Fyrstu þrír riðlarnir kepptu í Smáranum 12.feb.


 

Skólahreysti MS hófst í gær fimmtudaginn 12.febrúar í Íþróttahúsinu Smáranum og var þar keppt í þremur riðlum. Samtals mættu 39 skólar til leiks.

 

Í fyrsta riðli kepptu skólar frá Vestfjörðum og Vesturlandi. Varmalandsskóli varð stigahæstur af skólum af Vesturlandi og hlaut 56.5 stig. Af Vestfjörðum varð Gr.Ísafjarðar stigahæstur og hlaut hann 43 stig.

 

Í öðrum riðli öttu saman kappi skólar frá Kópavogi, Mosfellsbæ, Garðabæ, Álftanesi og Grafarholti. Keppnin þar var gífurlega hörð. Lindaskóli hafði tvöfaldan Íslandsmeistarartitil að verja. Salaskóli náði sigri í síðustu grein og vann því með aðeins hálfu stigi eða 60 stigum, Lindaskóli hlaut 59.5 stig og Garðaskóli rétt á eftir með 48,5 stig.  

 

Þriðji riðill var samansettur skólum frá Suðurnesjum og úr Hafnarfirði. Keppnin þar var eins og í hinum riðlunum mjög hörð. Tveir skólar í riðlinum settu íslandsmet í upphífingum og armbeygjum.  Eyþór Ingi Júlíusson úr Myllubakkaskóla sló íslandsmetið í upphífingum og tók fimmtíu og átta stk.
Íslandsmetið átti Karl Emil Karlsson úr Öldutúnsskóla
og voru það 55 stk.   María Ása Ásþórsdóttir úr Heiðarskóla bætti heldur betur íslandsmetið í armbeygjum og tók sjötíu og sjö stk. Íslandsmetið var    fimmtíu og sex stk   sem Fríða Rún úr Lindaskóla og Hulda Sif úr Heiðarskóla áttu.   Heiðarskóli endaði í efsta sæti með 65 stig. Öldutúnsskóli varð í öðru sæti með 59 stig og Holtaskóli í þriðja sæti með 58.5 stig. 

 

Það er ljóst að frammistaða keppenda verður sífellt betri. Áhugi skólanna eykst ár frá ári og í mörgum skólum er Skólahreysti orðið partur af stundaskránni.  

 

Þrettán hundruð áhorfendur hvöttu keppendur áfram þegar flest var. Keppendur voru litaskiptir á keppnisvestum og stuðningsmannaliðin fjölmenntu í lit síns skóla, trommur og lúðrar, spjöld og búningar prýddu einnig liðin. Stemningin í mótunum var ólýsanleg og þar voru unglingar grunnskóla landsins samhentir og samstilltir og öllum til prýði og sóma.

 

Næstu riðlar verða í Íþróttahúsinu Austurbergi 5.mars og þar keppa skólar frá Suðurlandi, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ, Vesturbæ, Austurbæ og Seltjarnanesi.

 

Tíu riðlar verða í Skólahreysti MS í ár en tólf skólar keppa í úrslitum. Sú nýjung er núna að tveir stigahæstu/árangursbestu skólarnir af öllu landinu fá einnig keppnisrétt. Spennan helst því hjá stigaháum skólum sem ekki sigruðu sína riðla þar til í lok allra riðla. Þá kemur í ljós hvaða tólf skólar enda í úrslitum. 

 

Þáttur verður gerður um hvern riðil og sýndur á RÚV á laugardögum kl.18:00 Fyrsti þáttur verður sýndur 21.febrúar.  

 

Sýnt verður beint á Rúv frá úrslitamóti í Skólahreysti MS í Laugardalshöll 30. apríl.  

 

 

 

 

  

 


Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook