Valmynd
MS aðalstyrktaraðili Skólahreysti 2009

MJÓLKURSAMSALAN ÁFRAM AÐALSTYRKTARAÐILI

Magnús Ólafsson forstjóri Mjólkursamsölunnar og Andrés Guðmundsson stofnandi Icefitness undirrituðu nýlega styrktarsamning vegna Skólahreysti 2009 í höfuðstöðvum Mjólkursamsölunnar. Skólahreysti er nú haldin í fimmta sinn og hefur Mjólkursamsalan verið aðalstyrktaraðili Skólahreysti frá upphafi. 
Markmið Skólahreysti er að vekja athygli barna og unglinga á hollu mataræði og hreyfingu og jafnframt að gera hreyfingu skemmtilega og eftirsóknarverða. Allir grunnskólar landsins geta tekið þátt í Skólahreysti en þeir sem ná árangri í greininni eru tvímælalaust fræknir í leikfimi og alhliða líkamshreysti. 
Skólahreysti hefur vaxið gífurlega frá því að fyrsta keppnin var haldin á vordögum 2005. Þá var sex grunnskólum boðið að keppa í hreystikeppni í Íþróttahúsinu Varmá í Mosfellsbæ. Þetta mæltist vel fyrir og sýndu nemendur skólanna þessu framtaki mikinn áhuga. Nú fimm árum síðar er Skólahreysti stærri en nokkru sinni fyrr og taka 117 skólar þátt í 9 undankeppnum víðs vegar um landið. 
Skólahreysti hófst 12. febrúar í Smáranum í Kópavogi og verður síðan haldin víðsvegar um landið til 30. apríl en þá er úrslitakeppnin í Laugardagshöll. Ríkissjónvarpið hefur gert samning um að sýna alla þættina sem verða sýndir á laugardögum kl. 18:00 og endursýndir á sunnudögum kl.14:00 og þriðjudögum kl. 18:00. 


Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook