Valmynd
Rúv, 1 þáttur laugardagin 21.febrúar kl, 18:00


Fyrsti þáttur af Skólahreysti verður sýndur  á Rúv  laugardaginn 21. febrúar kl. 18:00. 
Sýnt verður frá keppni milli skóla úr Kópavogi, Mosfellsbæ, Garðabæ, Álftanesi, Grafarholti  og Kjalarnesi sem fram fór 12. febrúar síðastliðinn.

Saga Film tekur upp þættina og framleiðir og er það Jón Haukur Jensson sem stýrir upptökum og þáttagerð og fögnum við endurkomu hans í þáttagerðina.  Hann stýrði upptökum fyrstu þrjú árin í Skólahreysti og er því reynslubolti mikill. 

Tveir nýjir,  hressir og skemmtilegir  umsjónarmenn RÚV munu sjá  um viðtöl og lýsa þáttunum.  Eru þetta þau Ásgeir Erlendsson íþróttafréttamaður og landsliðsonan í fótbolta Gréta Mjöll Samúelsdóttir.    Það verður gaman að vinna með þeim í vetur og sjá þau setja sinn svip á þættina.    

Þættirnir verða endursýndir á sunnudögum kl.14:00 og á þriðjudögum kl.18:00 og ættu því allir að geta fundið sinn tíma til að horfa á Skólahreysti. 

Þættirnir verða ekki sýndir í sömu röð og riðlarnir eru.  Við munum alltaf auglýsa hér á síðunni hvaða riðill verður sýndur næst.  Strax eftir hvern þátt sem sýndur er munum við setja inn myndir af vikomandi riðli.  
        Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook