Valmynd
Lindaskóli sigraði Skólahreysti 2007

Það var  magnþrungið andrúmsloft og mikil spenna  í Laugardalshöllinni í gærkveldi þegar fram fór úrslitakeppni í Skólahreysti 2007.  

Áhorfendur fjölmenntu  og studdu dyggilega við sín lið.  Margir skólanna voru komnir í stuðningsmannatreyjur í keppnislitum  skólanna.  Fullt af flottum stuðningsmannaskiltum og hraustlegum trommuleik. 
Það var Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ sem opnaði mótið. 
 
Það var lið Lindaskóla sem stóð uppi sem sigurvegarar og það með glæsibrag.  Þau settu hvorki meira né minna en tvö ný  íslandsmet og kræktu sér í 56,5 stig í heildina.   Sigurliðið fékk að launum 200 þús.kr.sem rennur til nemendafélags Lindaskóla.  Þau fengu TREK hjól frá Erninum, eignabikar, gullmedalíu og auðvitað holla og góða ostakörfu frá MS. 
Fríða Rún Einarsdóttir setti íslandsmet í armbeygjum og tók 65 stk.  Hún  lenti í þriðja sæti í hreystigreip,  hékk í 02:36 mín.  
Haraldur Birgisson tók 35 upphífingar og lenti í fyrsta sæti í þeirri grein ásamt Hagaskóla.   Hann tók 42 dýfur og hafnaði þar í öðru sæti. 
 
Hraðabrautina fóru Rakel Reynisdóttir og Guðmundur Örn Magnússon. Þau sigruðu greinina  og settu stórglæsilegt íslandsmet,  fóru á tímanum   02:11 mín og engin refsing.  Alveg frábær   tími hjá þeim.  
 
Við sjáum mynd af liði Lindaskóla hér að ofan umvafið dyggu stuðningsmannaliði sínu.   
 
2.sæti Hagaskóli  með 41,5 stig
3.sæti Breiðholtsskóli með 38,3 stig
4-5 sæti Brekkuskóli með 38 stig
4 - 5. sæti Áslandsskóli með  38 stig
6.sæti Grundaskóli með 36,5 stig
7.sæti Flúðaskóli með 29 stig
8.sæti Grunnskóli Siglufjarðar með 23 stig
9.sæti Heppuskóli með 21,5 stig
10.sæti Grunnskóli Bolungarvíkur með 7,5 stig.
 
Jón S.Gunnarsson frá Hagaskóla sigraði dýfur og tók 48 stk.  Hann tók 35 upphífingar og var þar einnig í fyrsta sæti ásamt Haraldi Birgissyni frá Lindaskóla.  
 
Hildur Guðrún Þorleifsdóttir frá Flúðaskóla  stóð sig best í hreystigreip og hékk í 03:46 mín.
 
Það voru bakhjarlar Skólahreysti 2007 sem afhentu verðlaunin,  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og forstjóri Mjólkursamsölunnar Guðbrandur Sigurðsson. 
 
Nánari úrslit er að finna undir "úrslit"  og myndir munu koma inn á næstu dögum.
 
Allir hraustu og flottu krakkarnir sem kepptu í Skólahreysti 2007. 
 
Okkur langar til að þakka ykkur svo mikið vel fyrir allt í vetur.  Þið stóðuð ykkur öll eins og sannar hetjur.  
 
Sjáumst síðar kát og hress.
Bestu kveðjur,  Andrés og Lára  

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook