Valmynd
Sigurvegarar í 2.þætti - Heiðaskóli


Annar þáttur af Skólahreysti MS  var sýndur  síðast liðið laugardagskvöld.   Þar voru skólar af Suðurnesjum og Hafnarfirði að keppa um 1. sæti  sem gefur þátttökurétt í úrslitamóti í Skólahreysti sem fram fer í Laugardalshöll 30.apríl í beinni útsendingu á RÚV.
 
Liðin voru geysisterk og ekki var hægt að sjá hver væri líklegur sigurvegari fyrr en í lok hraðaþrautar.  
 
Fyrsta sæti í hverri grein :
 
Upphífingar sigraði hann Eyþór Ingi Júlíusson  úr Myllubakkaskóla,  setti hann nýtt íslandsmet og tók hann 58 stk.  Hann náði metinu af Jóni S.Gunnarssyni úr Hagaskóla sem átti 56 stk.   Eyþór sigraði einnig dýfur og tók hann þar 41 stk.  
 
Í armbeygjum var einnig sett nýtt íslandsmet.  Það var María Ása Ásþórsdóttir úr Heiðaskóla sem tók hvorki meira né minna en 77 stk.  Tvær stúlkur áttu metið fyrir.  Hulda Sif sem keppti fyrir hönd   Heiðaskóla 2008 og Fríða Rún Einarsdóttir sem keppti fyrir hönd Lindaskóla 2007.  Þær áttu 56 stk.   
 
Í hreystigreip sigraði Kristbjörg Bjarkadóttir úr Áslandsskóla  og náði hún að hanga í 03:35 mínútur
 
Hraðaþraut sigraði Heiðarskóli.  Soffía Klemensdóttir og Eyþór Ingi Einarsson fóru brautina á 02:28 mín.   
 
Úrslitin voru þessi :  1.sæti - Heiðarskóli með 65 stig,  2.sæti - Öldutúnsskóli með 59 stig og einungis hálfu stigi á eftir eða 58,5 stig var Holtaskóli.    
 
Sigurliðið úr Heiðarskóla er á myndinni hér að ofan og heita frá vinstri :  María Ása Ásþórsdóttir nýi íslandsmeistarinn  í armbeygjum,  Guðni Már Grétarsson, Soffía Klemensdóttir og Eyþór Ingi Einarsson.
 
Næstu riðlar í Skólahreysti fara fram í Austurbergi næsta fimmtudag 05.mars.  Þar mun Suðurland, Breiðholt,Grafarvogur, Grafarholt, Austurbær og Vesturbær keppa í þremur riðlum. 
 
 
Myndir eru komnar inn í myndasafn.  Einnig er hægt að sjá skemmtilegar myndir inn á  
http://flickr.com/photos/dalli/sets/72157613701821027/detail/


Okkur langar að þakka sérstaklega öllum þessu flottu krökkum sem koma til okkar og keppa í Skólahreysti.  Einnig öllum sem koma og hvetja liðin.    Þið eruð langflottust. 
 
Allar upplýsingar um riðlana í Austurbergi, mætingar ofl.  er í frétt hér að neðan sem heitir Austurberg.  
 
Sjáumst hress,  Lára gsm 663-1112  og Andrés gsm 663-1111

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook