Valmynd
Mæting ofl - Austurberg 05.mars

Næstu riðlar í Skólahreysti MS verða 05. mars í Íþróttahúsinu Austurbergi.

Kl.13:00 Suðurland - þar keppa :
Flúðaskóli, Gr.á Hellu, Gr.Bláskógabyggðar, Gr.í Hveragerði, Gr. í Þorlákshöfn, Gr. í Vestmannaeyjum, Hvolsskóli og Laugalandsskóli.
Kl. 16:00 Breiðholt, Grafarvogur og Grafarholt - þar keppa : Árbæjarskóli, Borgaskóli, Engjaskóli, Fellaskóli, Foldaskóli, Hólabrekkuskóli, Húsaskóli, Ingunnarskóli, Norðlingaskóli, Rimaskóli, Seljaskóli, Víkurskóli og Ölduselsskóli. 

Kl.19:00 Vesturbær, Austurbær og Seltjarnarnes - þar keppa :
Austurbæjarskóli, Álftamýrarskóli, Hagaskóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli, Langholtsskóli, Laugalækjarskóli, Réttarholtsskóli, Valhúsaskóli og Vogaskóli.

Mæting skóla er klukkutíma áður en keppni hefst í viðkomandi riðlum. Þá er gott fyrir krakkana að kíkja á keppnissvæðið og æfa sig ef þeir vilja. Áhorfendur eru velkomnir á sama tíma.

Keppendur koma svo til ritara/Láru hálftíma áður en mót hefst, skrá sig inn, fara yfir nafnaskráningu, fá bol sem þeir mega eiga og litaskipt vesti sem þeir skila til hans Krissa eftir mót. Krissi sér um keppendur á meðan mótið er. Keppendur geta spurt hann að öllu varðandi mótið. Aðstoðarmenn mega einnig fá boli.

Allir keppendur fá medalíur og efstu þrjú liðin fá ostakörfur frá MS - enda kraftur í osti

Það er mælst til að keppendur mæti í svörtum buxum en ekki skylda.

Gangi ykkur vel í undirbúningi og við hlökkum mikið til að sjá ykkur öll. Endilega hringið í okkur eða sendið okkur vefpóst ef eh spurningar vakna.

Viljum minna keppendur og kennara að fara vel yfir þrautir og reglur á skolahreysti.is. Urðum örlítið vör við það í fyrstu mótunum að keppendur höfðu ekki kíkt nógu vel yfir þær.

Bestu kveðjur, Lára gsm 663-1112 og Andrés gsm 663-1111













Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook