Valmynd
Austurberg - úrslit ofl.Skólahreysti MS hélt áfram gær fimmtudaginn 05 mars í Íþróttahúsinu Austurbergi. . Þrír riðlar mættu til leiks. Eitthundað og áttatíu unglinar mættu til keppni.

Austurbergið fylltist af frískum og flottum áhorfendum. Tvöþúsund og sexhundruð áhorfendur hvöttu keppendur af krafti. Stuðningsmannaliðin fjölmenna í lit síns skóla, trommur og lúðrar, spjöld og búningar prýða liðin. Stemningin í mótunum er ólýsanleg. Eru þar eru unglingar í grunnskólum landsins samhentir og samstilltir og á það við bæði keppendur og stuðningsmannalið.

Í fyrsta riðli gærdagsins kepptu skólar frá Suðurlandi. Hvolsskóli sigraði undanúrslit 2008 og náðu þeir að halda fyrsta sæti í sínum riðli í ár og hlutu þeir 32,5 stig. Grunnskólinn í Hveragerði varð í öðru sæti með 27 stig og Flúðaskóli í þriðja sæti með 24,5 stig.

Í öðrum riðli öttu saman kappi skólar úr Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti og Árbæ. Keppnin þar var gífurlega hörð. Foldaskóli komst í úrslit 2008 og ætluðu þeir sér augljóslega að halda þeim árangri í Skólahreysti MS 2009. Rimaskóli reyndist þeim mjög erfiður og að lokum stóðu báðir skólar uppi með 65 stig. Þar sem Foldaskóli hafði tvisvar náð fyrsta sæti í greinunum og Rimaskóli einu sinni þá náði lið Foldaskóla 1. sæti í sínum riðli og þar með hafði það þáttökurétt í úrslit. Pálmi Rafn Steindórsson úr Foldaskóla setti glæsilegt íslandsmet í dýfum og tók hann 59 stk. Í þriðja sæti varð Ölduselsskóli með 62 stig.

Þriðji riðill hafði á að skipa skólum frá Seltjarnarnesi, Vesturbæ og Austurbæ. Keppnin þar var eins og í hinum riðlunum mjög hörð og endaði Háteigsskóli í efsta sæti með 51,5 stig. Hagaskóli varð í öðru sæti með 44 stig og Laugalækjarskóli í þriðja sæti með 43 stig.
Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir úr Réttarholtsskóla setti íslandsmet í armbeygjum. Hún tók 80 stk sem er frábær árangur og má segja að hún sé komin í hóp afreksmanna á íþróttasviði með því að setja þetta met.

Það er alveg ljóst að miklar bætingar eru á milli ára hjá skólunum. ‘Íslandsmetið 2008 í armbeygjum var 65 stk sem Heiðarskóli í Reykjanesbæ og Lindaskóli átti. Heiðarskóli náði að bæta það met á þessu ári upp í 77 stk. Haldið var að það met yrði ekki slegið á næstunni en annað kom í ljós í gær þegar Unnbjörg úr Réttarholtsskóla mætti til leiks.   Myndin hér að ofan er  þegar hún tók íslandsmetið. 

Þættir af mótunum eru sýndir á RÚV á laugardögum kl.18:00 og endursýndir á sunnudögum og þriðjudögum.

Tíu riðlar verða í Skólahreysti MS í ár. Þó munu tólf skólar keppa í úrslitum. Sú nýjung er núna að tveir stigahæstu/árangursbestu skólarnir af öllu landinu fá einnig keppnisrétt. Svo spennan helst hjá stigaháum skólum sem ekki sigruðu sína riðla þar til í lok allra riðla. Þá kemur í ljós hvaða tólf skólar enda í úrslitum.

Í Skólahreysti MS munu tveir riðlar takast á í Íþróttahöll Akureyrar. Þar munu unglingar af Norðulandi sýna þrek og þol í þrautum þessarar skemmtilegu hreystikeppni á milli grunnskóla landsins.

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook