Valmynd
Hallormsstaðaskóli sigurvegari á Egilsstöðum

Fórum á Egilsstaði í dag - þar var níundi og síðasti riðill í Skólahreysti 2009
 
Það var Hallormsstaðaskóli sem sigraði með 52,5 stig.  Í öðru sæti varð Vopnafjarðarskóli með 47,5 stig og í þriðja sæti varð Grunnskóli Hornafjarðar.
 
Það er alltaf svakalega gaman að fara á Egilsstaði.  Þar svífur gleði og kátína yfir öllu og öllum.  Takk fyrir frábæran dag í dag til allra  sem mættu í íþróttahúsið - keppendur, íþróttakennarar og frábærir stuðningsmenn og allir aðrir. 
 
Nánari grein um 9.riðil kemur á morgun hér á síðuna.

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook