Valmynd
Úrslit á Egilsstöðum - frábær þátttaka


Síðasti riðill í Skólahreysti MS fór fram 19.mars í Íþróttahúsinu Tjarnarbraut á Egilsstöðum
Um eitt þúsund áhorfendur komu í íþróttahúsið og studdu sína skóla og sitt fólk af krafti. Stuðningsmenn og áhorfendur af Austurlandi eru einstaklega  hressir og því  jákvæð og ljúf stemning á Egilsstöðum.  Sjáið þessa flottu mynd hér að ofan - algjör snilld  

Krakkarnir mættu vel undirbúnir til leiks. Skólar sem kepptu voru : Fellaskóli, Gr.Eskifirði, Gr.Stöðvarfirði, Gr.Egilsstöðum og Eiðum, Gr.Hornafjarðar, Gr.Breiðdalshreppi, Gr.Reyðarfjarðar, Gr.Fáskrúðsfjarðar, Hallormsstaðaskóli, Nesskóli, Seyðisfjarðarskóli og Vopnafjarðarskóli. Keppnin var hörð, jöfn og spennandi.

1.sæti í hverri grein : Það var Bjartur Aðalbjörnsson úr Vopnafjarðarskóla   sem sigraði upphífingar og tók 37 stk. Fannar Bjarki Pétursson úr  Gr.Fáskrúðsfjarðar sigraði dýfur og tók hann 34 stk.

Stelpurnar stóðu sig einnig frábærlega. Það var hún Anna Mekkín Reynisdóttir úr Gr.Hornafjarðar sem tók hvorki meira né minna en 51 armbeygju. Hallormsstaðaskóli hreppti fyrsta sæti í hreystigreip. Það var hún Elísa Hallfreðsdóttir sem sigraði hana og hékk í tvær mínútur og 48 sek.

Hraðaþrautin sem hefur tvöfalt vægi reyndist liðunum erfið eins og ætíð. Það eru bara hraustir og flottir krakkar sem fara í gegnum hana og er það í raun stærsti sigurinn.

Það var Gr.á Stöðvarfirði sem sigraði með tímann 02:50 mín. Það voru þau Elísa Marey og Bryngeyr Ágúst Margeirsson sem náðu þessum góða tíma í sameiningu.   Gr.Hornafjarðar kom aðeins 4 sek á eftir með 02:54 og Gr.Reyðarfjarðar í þriðja sæti með 02:58.mín. Það sést á þessum tímum sem eru mjög jafnir að hver sekúnta skiptir máli og það er súrt þegar sektir eru að draga tímana niður. Þess vegna leggjum við áherslu á það að fara vel yfir reglur sem eru á síðunni okkar undir “þrautir og reglur “

Nánari árangra er að finna undir “úrslit móta” Þar er einnig hægt að bera saman árangur skóla milli ára og svo árangur milli skóla eftir árum. Mjög gaman að sjá árangra og framfarir milli ára.
Eftirtaldir tíu skólar eru komnir með keppnisrétt í úrslitum 30.apríl í Laugardalshöll : Varmalandsskóli, Grunnskóli Ísafjarðar, Salaskóli, Heiðarskóli/Reykjanesbæ, Hvolsskóli, Foldaskóli, Háteigsskóli, Grunnskóli Siglufjarðar, Þelamerkurskóli og Hallormsstaðaskóli. Auk þess komast tveir árangursbestu skólarnir í úrslit fyrir utan þá sem hlutu fyrsta sæti í sínum riðlum. Það eru  Lindaskóli og Rimaskóli sem koma inn sem uppbótaskólar.

Við óskum öllum skólum sem komnir eru í úrslit til hamingju og þökkum ykkur fyrir alla vinnuna sem þið hafið lagt á ykkur. Hlökkum til að sjá ykkur í höllinni.

Þáttur frá þessu móti verður sýndur laugardaginn 18.  apríl kl.18:00 á RÚV - endursýndur á sunnudegi og þriðjudegi sömu viku. 





Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook