Valmynd
Heiðarskóli sigraði í Skólahreysti 2009




Frá vinstri :

Guðni Már Grétarsson
María Ása Ásþórsdóttir
Soffía Klemensdóttir
Eyþór Ingi Einarsson

















Það var lið Heiðarskóla úr Reykjanesbæ sem bar sigur úr býtum eftir gríðarlega spennandi og skemmtilega 
keppni í Laugardalshöllinni í kvöld.

Tólf skólar háðu harða baráttu  í Laugardalshöllinni í kvöld.  Skólarnir voru greinilega búnir að æfa vel fyrir úrslitin 
því þrjú íslandsmet voru sett á mótinu.

Heiðarskóli sigraði armbeygjur og var það hún María Ása Ásþórsdóttir sem tók hvorki meira né minna en 95 stk.  
Heiðarskóli sigraði einnig hraðaþrautina og setti lið Heiðarskóla þar einnig nýtt íslandsmet og fóru þau 
Soffía Klemensdóttir og Eyþór Ingi Einarsson brautina á 02:07 mín sem er fjórum sekúntum hraðar en fyrra met.  
Heiðarskóli náði sér í 55 stig samtals.  Glæsilegur árangur hjá Heiðarskóla - Innilega til hamingju allir í Heiðarskóla !!  

Það var Foldaskóli sem endaði í öðru sæti með 46 stig.  Pálmi Rafn Steindórsson setti nýtt íslandsmet í dýfum 
og tók hann 67 stk   
Hann setti eldra íslandsmet í vetur þegar hann tók 59 dýfur.  Greinilegt að Pálmi hefur æft af kappi fyrir úrslitin - frábær árangur.

Í þriðja sæti endaði Háteigsskóli, aðeins hálfu stigi á eftir Foldaskóla eftir gríðarlega spennandi hraðaþraut. 

4.sæti Gr.Siglufjarðar með 44 stig - 5.sæti Salaskóli með 43 stig - 6.sæti Rimaskóli með 42 stig - 7.sæti Hvolsskóli með 43 stig 
- 8.sæti Þelamerkurskóli með 40 stig. 9.sæti Lindaskóli með 38 stig - 10 sæti Varmalandsskóli með 32 stig
 - 11.sæti Hallormsstaðaskóli með 26 stig og í 12.sæti Gr.Ísafjarðar með 15 stig.  

Þið getið skoðað alla árangra hér á síðunni undir "úrslit" .  

Okkur langar að þakka ykkur öllum sem kepptu,studdu,horfðu og unnu með okkur í dag. 

Sjáumst öll í Skólahreysti 2010 !  

bestu kveðjur, Lára og Andrés


 


 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook