Valmynd
Skólahreysti 2010 undirbúningur
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Sæl öll sömul
 
Tíminn flýgur og Skólahreystikeppnir fara að nálgast.  Við erum því miður ekki komin með endanlegar dagsetningar frá RÚV en þær hljóta að fara að koma á allra næstu dögum.  Keppnirnar verða þó á sama tímabili  og  2009.   Byrjum um miðjan febrúar og klárum riðlana fyrir páska.    Úrslit verða svo  29.apríl 2010 í Laugardalshöll í beinni útsendingu eins og verið hefur. 
 
Við viljum biðja íþróttakennara  skólanna  um að senda okkur netpóst á skolahreysti@skolahreysti.is  og tilkynna þátttöku fyrir 20.desember.  Gefa okkur þar upp nafn skóla, íþróttakennara, netfang hans/þeirra og gsm.    Nafnaskráning liðsins er svo í síðasta lagi tveimur vikum fyrir mót og allra best er að gera hana inn á Skolahreysti.is undir "nafnaskráning"   Endilega sendið samt inn þátttökutilkynningar þó  20.desember sé liðin - við tökum alltaf fagnandi á móti skólum.
 
Það er okkur sérstakt gleðiefni í ár að nú þegar hafa sex  nýir skólar skráð sig  sem ekki hafa keppt áður,  svo Skólahreysti heldur áfram að vaxa og dafna.  Má þar  td. nefna Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi þar sem heildarfjöldi nemenda er 28 og  aðeins 10 nemendur í 9. og 10. bekk.  Þetta kallast frábær íþróttaandi.  
 
Við munum setja dagsetningar inn á  síðuna um leið og þær eru komnar á hreint  og einnig sendum við fréttabréf til allra íþróttakennara  sem hafa skráð  sína skóla  nú þegar.  
 
Minnum á reglur.  Allar reglur eru hér á síðunni og um að gera að fara vel yfir þær. 
 
Verðum í sambandi á næstu dögum - gangi ykkur vel að æfa. 
 
Endilega sendið okkur póst eða hringið ef eh spurningar vakna. 
 
Bestu kveðjur,
 
Andrés gsm 663-1111
Lára gsm 663-1112
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Þrautirnar
Úrslit móta
Hreystivellir
IceFitness
Landsbankinn er styrktaraðili Skólahreysti
Skólahreysti - info(hjá)skolahreysti.is - Facebook